Fatnaður

Að velja réttu skóna

Af  |  0 Athugasemdir

Brúðkaup er dásamlegt að mörgu leyti en ekki síst vegna þess að það er enn eitt frábæra tilefnið til að versla sér nýja skó! Þegar kemur að því að velja réttu skóna til að vera í á brúðkaupsdeginum þínum eru ótal mismunandi útfærslur í boði. Ætlar þú að velja hefðbundna hvíta spariskó í stíl við kjólinn eða ætlar þú að nýta tækifærið til að bæta lit eða glamúr við heildarútlit þitt á stóra deginum? Hér eru nokkrar hugleiðingar varðandi val á skófatnaði.

Það getur verið svolítið flókið að velja réttu skóna. Hinir fullkomnu skór eru fallegir, þægilegir og gefa heildarupplifuninni eitthvað extra, jafnvel þó þeir séu nær alltaf faldir undir síðum kjól. Það fyrsta sem þú þarft að hugsa um er að velja skó sem passa við kjólinn þinn. Þú þarft að huga að sídd og umfangi kjólsins en þessi atriði ráða því hversu háa hæla þú kemst upp með. Þegar þú lætur gera breytingar á kjólnum þarf saumakonan að fá að mæla þig í skónum svo það borgar sig að velja skóna tímanlega.
skor2
Annað atriði sem gott er að hafa í huga er það að velja skó sem hægt er að nota við fleiri tilefni. Þetta er kannski ekki það sem ræður úrslitum en það hlýtur að vera stór plús ef draumaskórnir eru þess eðlis að þú getir notað þá aftur og aftur og aftur.
skor4
Ef þú ert með skemmtilegt þema í brúðkaupinu – t.d. hlöðubrúðkaup, þarftu sérstaklega að huga að skófatnaði því þar eiga pinnahælar líklega í fæstum tilfellum heima. Þú gætir skemmt þér konunglega við að velja réttu skóna sem eru í takt við brúðkaupið þitt. Það er líka mikilvægt að hugsa sérstaklega um skófatnað ef brúðkaupið er að vetrarlagi – kuldi og bleyta, jafnvel hálka, geta haft áhrif á valið þitt.
skor5
Þegar ég var lítil stúlka var ég með ákveðna hugmynd af skónum sem ég myndi klæðast á brúðkaupsdeginum mínum. Ég elskaði söguna af Öskubusku og fallegustu skór sem ég gat ímyndað mér voru glerskórnir hennar.
Hversu ótrúlega töff og flott væri það! Allt í lagi, komum okkur aftur niður á jörðina. Það er mikilvægt að velja ekki einungis eftir útlitinu. Ekki gleyma að þú þarft að ganga um í skónum sem þú velur í langan tíma, jafnvel dansa í þeim. Margar konur sem við höfum talað við segja að það hafi verið svo mikið að gerast á brúðkaupsdeginum að þær hafi hreinlega ekki tekið eftir því að þær væru orðnar þreyttar í fótunum. Þó mælum ég 100% með því að þú hafir fallega, lágbotna, aukaskó með í neyðarpakkanum ef ske kynni að  þú þreytist á að ganga í hælum. Mundu líka að taka aukaskó með í myndatökuna ef hún er utandyra því skórnir geta auðveldlega orðið skítugir. Ekki gleyma að láta ljósmyndarann taka mynd af skónum.
skor3

 

Síðast en ekki síst máttu alls ekki gleyma því að ganga til skóna. Kauptu skóna góðum tíma fyrir brúðkaupið og gakktu reglulega um í þeim fram að brúðkaupsdeginum. Það er góð hugmynd að fara í fótsnyrtingu fyrir brúðkaupsdaginn því þá eru fæturnir mjúkir og neglurnar snyrtar.

„Gangi“ þér vel 😉