
Blómin
Afskorin blóm – dásamlegar skreytingar!
|Vinsælt er að nota afskorin blóm til skreytinga í brúðkaupsveislum. Hvers vegna ekki að skreyta borðin með blómum í þemalit brúðkaupsins sé slíkur til staðar, eða nota blóm til að undirstrika þá stemningu sem þú vilt ná fram í veislunni?
Hér að neðan má sjá fallegar en afar misjafnar útfærslur af notkun afskorinna blóma í skreytingum í brúðkaupsveislunni.