Kirkjan

Athafnarstjóri

Af  |  0 Athugasemdir

Þegar kemur að brúðkaupum er yfirleitt um að ræða athöfn af einhverju tagi þar sem gestir fagna því að tveir einstaklingar séu að gangast hvoru öðru á hönd. Eitt af því fyrsta sem verðandi brúðhjón ættu að ræða er hvernig framkvæmd athafnarinnar verður. Á Íslandi er algengast að einhvers konar athafnarstjóri sé fenginn til að stýra athöfninni, ef hjón eru gefin saman í kirkju er það prestur sem tekur að sér þetta hlutverk. Önnur trúfélög hafa sína athafnastjóra og einnig er hægt að ráða athafnarstjóra sem er utan trúfélaga. Hægt er að fá fulltrúa frá sýslumannsembættinu til að gefa hjón saman eða jafnvel skrifa undir tilskilda pappíra í einrúmi hjá sýslumanni. Þá er hægt að leika sér mjög mikið með athöfnina og hafa hana með hvaða hætti sem er. Hvernig sem þið viljið hafa þetta er mikilvægt að þið séuð bæði sátt við ákvörðunina.