
Blómin
Brúðarvöndurinn – hvaða lögun skal velja?
|Brúðarvöndur er meira en bara blóm sett saman af handahófi – ótal útfærslur eru í boði og það sama gildir um lögun vandarins. Hér að neðan má finna þrjár vinsælustu laganirnar – hver þeirra hentar þér?
1. Kúluvöndur
Þessi lögun hefur verið sú allra vinsælasta hérlendis að undanförnu. Þessi lögun er klassísk og sígild, og fer vel með flestum kjólum og við flest tilefni.
2. Laus vöndur
Þessi tegund vanda er afslöppuð, blómin eru ekki bundin fast saman heldur eins og nafnið gefur til kynna aðeins lauslega haldið saman. Þessi lögun fer sérlega vel sé brúðkaupið haldið utandyra. Lausir og fremur óreglulegir vendir hafa verið að ryðja sér til rúms að undanförnum með vaxandi vinsældum svokallaðra „boho“ brúðkaupa, þar sem andrúmsloftið er afslappað og náttúrulegri þemu ráða ríkjum.
3. Hangandi vöndur
Þessi týpa af brúðarvendi flæðir fallega niður eftir kjólnum, og er mjög fallegur og fágaður. Ekki ómerkari konur en Díana prinsessa hafa borið slíkan vönd á sínum brúðkaupsdegi.