Nýtt

Förðun á stóra deginum

Af  |  0 Athugasemdir

Glæsileg förðun er mjög mikilvægur hluti af því að undirstrika heildarútlit brúðarinnar á stóra deginum. Þegar draumakjóllinn hefur verið fundinn er tími til kominn að byrja að velta því fyrir sér hvernig förðun gæti verið fullkomin fyrir brúðkaupsdaginn. Skoðið brúðarblöð og flettið brúðarförðun upp í leitarvélum. Hugleiðið hvort þið viljið létta og rómantíska förðun eða fara út í meiri glamúr.

Það er nauðsynlegt að fara í prufuförðun til að gera sér betur grein fyrir því hvað virkar og hvað ekki. Slík prufa er yfirleitt gerð a.m.k. 1-2 vikum fyrir stóra daginn. Við mælum með því að þið komið undirbúnar í prufuna hjá förðunarfræðingnum. Margir förðunarfræðingar eru mjög góðir í að sjá og útfæra þá förðun sem hentar best andlitsfalli ykkar og litarhafti en það er langbest að koma með einhverja hugmynd um hverju þið eruð að leita eftir. Sumar ykkar ætla að fá vinkonu eða kunningjakonu í verkið eða jafnvel farða ykkur sjálfar og þá er samt mikilvægt að gera prufuförðun.

Förðunin á brúðkaupsdaginn á að sýna bestu hliðarnar á ykkar náttúrulega fallega útliti. Ekki fara út í miklar öfgar því þá gæti förðunin orðið gervileg – leyfið frekar förðuninni að ýta undir það sem þið hafið upp á að bjóða.  Ef þið eruð venjulega lítið fyrir að nota farða er þetta þó frábært tækifæri til að leyfa sér aðeins meira en hversdagslega án þess þó að það sé úr karakter fyrir ykkur. Hugleiðið hvort þið viljið hafa gerviaugnhár og þá hvernig. Ef þið ætlið að fara í brúnkusprautun er gott að hafa í huga að hún gæti haft áhrif á lokaniðurstöðu förðunarinnar.

Hér að neðan eru ýmsar útfærslur á brúðarförðun sem við elskum.

fordun1

fordun7

fordun3

fordun4

fordun5

fordun6

fordun8

fordun9