Veislan

Góð ráð við val á brúðartertunni

Af  |  0 Athugasemdir

Brúðartertan er ómissandi hluti af öllum brúðkaupum og getur svo sannarlega sett sinn svip á veisluna ykkar. Við höfum tekið saman fjögur ráð sem gott er að hafa í huga þegar hin fullkomna kaka er valin

1. Smakkið!

Þó að vissulega sé mikil prýði að því að hafa fallega brúðartertu í veislunni geta flestir verið sammála um að bragðið sé það sem skiptir mestu máli. Mörg bakarí bjóða upp á að hægt sé að smakka þær bragðtegundir sem eru í boði og ættu brúðhjón að nýta sér þennan möguleika sé hann fyrir hendi. Einnig taka flestir bakarar vel í sérstakar óskir brúðhjóna um bragðtegundir botna og fyllinga. Það getur sett skemmtilegan og persónulegan svip á veisluna að nota uppáhaldskökuna ykkar sem brúðartertu… Væri hugsanlega hægt að fá handlaginn vin eða ættingja til að baka kökuna?

kaka2

kaka1

kaka5

2. Stíllinn

Eftir að kakan sjálf hefur verið valin er ekki úr vegi að fara að ákveða hvernig hún á að líta út. Sé ákveðið þema eða þemalitur í brúðkaupinu  er ekki úr vegi að láta brúðartertuna endurspegla það. Lögun tertunnar getur einnig verið margvísleg – á tertan að vera ferhyrnd, marghyrnd, eða kringlótt? Á hún að vera á mörgum hæðum eða bara einni? Annar möguleiki er að láta eina tertu á hvert borð… Veljið það sem hentar best fyrir ykkur.

kaka3

kaka10

kaka11

 

3. Stærðin skiptir máli

Oft áætla bakarí ríflega stærðirnar á brúðartertum – 100 manna terta er oft of stór fyrir 100 manns. Gott er að ráðfæra sig við einhvern sem hefur gift sig nýlega upp á hvaða kökustærð er best að panta. Þannig má spara einhverjar krónur, sem er kærkomið fyrir flest brúðhjón.

kaka12

kaka13

kaka14

4. Toppurinn á tilverunni

Áður fyrr völdu flestir hina hefðbundnu brúðhjónastyttu til að setja á topp kökunnar, en í dag kjósa margir annars konar skreytingu. Kökutoppurinn er skemmtileg leið til að setja ykkar eigin svip á brúðkaupið. Skoðið ykkur vel um í leit að kökutoppi – möguleikarnir eru óendanlegir!

kaka9

kaka8

kaka7

kaka4