Nýtt

Hár brúðarinnar

Af  |  0 Athugasemdir

Um leið og þið eruð búnar að velja hinn fullkomna kjól getið þið farið að velta fyrir ykkur hvað þið viljið gera við hárið. Líst ykkur best á að hafa það slegið og liðað, fléttað, fest upp í lausa, rómantíska greiðslu eða jafnvel klassískari hnút. Þið þurfið einnig að hafa í huga hvort þið viljið hafa einhverja aukahluti í hárinu s.s. blóm, kamba, slör, kórónur eða annað hárskraut.

Ef þið ætlið að láta lita á ykkur hárið er gott að gera það 1-2 vikum fyrir brúðkaupsdaginn og fara þá um leið í prufugreiðslu til að gera ykkur betur grein fyrir því hvað virkar og hvað ekki. Nauðsynlegt er að taka þá aukahluti sem þið ætlið að hafa í hárinu með í prufugreiðsluna. Eins er gott að koma með mynd af kjólnum. Við mælum með því að þið hafið velt því fyrir ykkur hvað þið viljið þó flest hárgreiðslufólk sé með gríðarlega reynslu í að sjá hvað hentar ykkar andlitsfalli og hvað passar við kjól og þema brúðkaupsins. Sumar ykkar ætla að fá vinkonu eða kunningjakonu til að greiða ykkur eða jafnvel gera það sjálfar og þá er samt mikilvægt að gera prufur. Skoðið brúðarblöð og flettið upp hárgreiðslum fyrir ykkar hársídd, í leitarvélum á netinu.

Hér að neðan eru ýmsar útfærslur á hárgreiðslum sem við elskum.

har1

har2

har3

har4

har5

har6

har7

har8

har9

Ann Kathrin Koch

har11

har12