Samfélagsmiðlar

Instagram í brúðkaupinu?

Af  |  0 Athugasemdir

Hver elskar ekki Instagram? Instagram er vinsælt app til að halda utan um myndir og myndbönd með hashtag (myllumerki).

Afhverju ekki að nota Instagram í brúðkaupinu ykkar? Það eru miklar líkur á að gestirnir ykkar muni taka myndir með símunum sínum hvort sem er. Því ekki að hvetja þá til að nota ykkar hashtag (myllumerki) svo að þið getið á auðveldan hátt séð allar myndirnar eftirá.

Hvernig áttu að nota Instagram í brúðkaupinu þínu?

1. Búðu til hashtag (myllumerki). Þetta mun hjálpa ykkur að finna myndir af stóra deginum á Instagram. Sláðu inn myllumerkið á Google til að vera viss um að það sé ekki núþegar í notkun. Þú vilt að það sé lýsandi og auðvelt að muna fyrir gestina. Mjög algengt er að brúðhjón noti nöfnin sín sem myllumerki. T.d #siggioganna.

2. Láttu gestina vita hvaða myllumerki þið notið. Sniðugt er að myllumerkið komi fram á boðskortum, heimasíðu brúðhjónanna ef þið eruð með svoleiðis, á borðum í veislunni og svo framvegis.

Instagram skilti

3. Sniðugt er að vera með photobooth þar sem gestirnir geta tekið myndir og taggað með myllumerkinu ykkar. Við bjóðum uppá mjög skemmtileg props sem hægt er að nota í photo booth. Sjá hér og hér

Photobooth brúðkaup

3. Vertu með slideshow keyrandi í veislunni í gegnum t.d skjávarpa eða sjónvarp sem rúllar í gegnum allar myndirnar sem eru merktar myllumerkinu ykkar. Það eru til fullt af forritum sem hægt er að nota í þetta. Hér eru nokkur dæmi:
Frelsaðu myndirnar (http://frelsadumyndirnar.is/)
Eventsagram (http://eventstagr.am/)
Instafeed (http://instafeedlive.com/)
ii.do (http://ii.do/)

4. Eftir brúðkaupið láttu gestina vita af myllumerkinu t.d. á facebook eða twitter

5. Prentaðu út uppáhaldsmyndirnar, t.d í gegnum Instaprent eða Prentagram. Hægt er útbúa ýmislegt skemmtilegt, t.d myndabækur, dagatöl, púða, segla og margt fleira.

Ertu með fleiri góð ráð um hvernig nota á Instagram í brúðkaupinu þínu? Deildu því endilega með okkur hér að neðan :)