Nýtt

Myndaveggur og photobooth

Af  |  0 Athugasemdir

Það kemur ekki á óvart að það hafi náð svona miklum vinsældum að hafa myndavegg eða photobooth í brúðkaupsveislum. Hvort sem þemað er litríkt og skemmtilegt eða fallegt og formlegt er hægt að bjóða gestum upp á myndatökur við fallegan bakgrunn og/ eða með skemmtilega aukahluti. Þetta gerir veisluna skemmtilegri, gestirnir sleppa meira fram af sér beislinu og þið munið eignast margar skemmtilegar myndir frá viðburðinum.

Mjög vinsælt hefur verið hér á landi að vera með aukahluti (e. props) í veislunum en þegar gestirnir bregða á leik með þá koma oft mjög skemmtilegar myndir eins og sjá má á þessum myndum. Jafnframt er gaman að taka nokkra aukahluti í myndatöku með ljósmyndaranum. Hér er hægt að kaupa 2015 útgáfu af aukahlutum.

Það er í grunninn alls ekki flókið að setja upp photobooth. Það er nóg að búa til fallegan myndavegg sem passar inn í þemað þitt. Nú til dags eru flestir með myndavélar í símunum sínum þannig að ef þið deilið hashtagginu getið þið safnað saman myndunum á sama stað eða jafnvel varpað þeim upp á skjá í gegnum Instagram. Aðrar útfærslur væru að stilla upp myndavél á þrífót og vera með fjarstýringu, fá einhvern í fjölskyldunni eða jafnvel ljósmyndarann til að taka myndir við myndavegginn, nota Polaroid myndavél, stilla upp tölvu eða iPad eða jafnvel að slá upp alvöru photobooth þar sem gestir setjast fyrir framan myndavélina. Gott er að merkja gólfið (x) þar sem myndavélin á að standa og þar sem fólkið á að standa.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem þið getið nýtt til að útbúa fallegan myndavegg, gætið þess að bakgrunnurinn sé nógu stór til að gapi ekki í vegginn við hliðina á honum.  Notið ímyndunaraflið og leyfið myndaveggnum eða photobooth að gera veislurnar ykkar minnisstæðar og skemmtilegar.

Það er skemmtileg útfærsla að hafa fallegan ramma í myndatökunni.

nhusteveblog037

 

 

 

 

 

 

Önnur skemmtileg útfærsla er myndaveggur í orðsins fyllstu merkingu.

janinecaseywedding2sm

 

 

Ýmsar skemmtilegar leiðir til að nota blöðrur, t.d. að láta þær fylla upp í bakgrunninn eða búa til blöðruboga.

rainbow3

 

Hægt er að setja upp myndavegg í hvaða stíl sem er, allt eftir því hvaða frábæra þema er í ykkar veislum.

f210f7fdae02fec14e5840207d402614 64668944618763555xuj5rF3Tc DSC_3535