Tónlist

Tónlist í athöfninni

Af  |  0 Athugasemdir

Tónlistarval setur sterkan svip á athöfnina sjálfa, og um margt að velja í þeim efnum. Hér áður fyrr var það nánast algilt að brúðarmarsinn var spilaður þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið, og útgöngumarsinn þegar nýgiftu hjónin gengu út. Í dag er þetta orðið mun breytilegra. Margir kjósa að sleppa því að fá organista til að vera við athöfnina, og fá þessi lög þá spiluð af þeim sem flytja tónlistina í athöfninni. Aðrir velja önnur falleg klassísk lög, og enn aðrir velja allt önnur lög eða stef sem eru þeim hugfangin.

Vanalega eru flutt þrjú lög í athöfninni, fyrr utan inn- og útgöngulög. Við lagaval skal ráðfæra sig við prest eða þann aðila sem stýrir athöfninni, því misjafnt er hversu sveigjanlegir aðilar eru við að leyfa hvaða lög sem er. Sem betur fer eru þó flestir mjög almennilegir og brúðhjónin geta valið sín uppáhaldslög.

Fallegt og persónulegt er að fá einhvern sem þið þekkjið til að flytja tónlistina í athöfninni. Margir velja einnig að fá sinn uppáhalds tónlistarmann til að flytja lögin, en þá er um að gera að hafa samband með góðum fyrirvara þar sem vinsælir tónlistarmenn bókast fljótt upp yfir sumartímann.

Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að lögum sem henta vel í brúðkaupum.