
Nýtt
Veitingarnar – Hvað hentar ykkur?
|Veitingarnar fara að miklu leiti eftir því hvernig veislu þið kjósið. Það er ekkert rétt eða rangt í þessum efnum – hagið veislunni og veitingunum algjörlega eftir ykkar höfði, þetta er ykkar dagur! Hér koma nokkrrar hugmyndir að veitingum fyrir veisluna ykkar.
Kökuveisla: Þeir sem kjósa að halda veislu að degi til velja oft klassíska kökuveislu síðdegis. Skemmtilegt er að bjóða upp á allar uppáhalds kökur brúðhjónana.
Smáréttir: Smárétti má bjóða upp á af hlaðborði eða setja á föt og dreifa á borðin. Smáréttir henta vel sama hvort veislan er að degi til eða að kvöldi til. Smáréttaboð býður upp á ótal samsetningar á matseðlinum
Hlaðborð: Séu veitingarnar bornar fram á hlaðborði skapast oft líflegar umræður við aðra gesti og fólk hristist vel saman.
Grillveisla: Þau sem kjósa afslappaðri stemningu kjósa oft að bjóða gestum sínum í grillveislu. Góður matur og létt og skemmtilegt andrúmsloft einkenna grillveislur. Vart þarf að taka fram að þessi tegund af veislu er hentugri að sumri til.
Sitjandi borðhald: Sitjandi borðhald er líklega formlegasta form borðhalds en hæfir hátíðlegu tilefni líkt og brúðkaupi mjög vel. Vinsælt er að bjóða upp á forrétt og aðalrétt, ásamt brúðartertu í eftirrétt.
Eftirréttir: Flestir kjósa hefðbundna brúðartertu í eftirrétt, en hvað með að gera eitthvað öðruvísi? Hvað með að bjóða upp á kökuhlaðborð með öllum ykkar uppáhaldskökum? Eða „brúðartertu“ úr bollakökum eða frönskum makrónum? Ýmislegt kemur til greina.