Gestir

Gestalistinn – Hverjum á að bjóða?

Af  |  0 Athugasemdir

Eitt af fyrstu skrefunum sem par í brúðkaupshugleiðingum þarf að velta fyrir sér er gestalistinn. Það getur orðið mjög snúið að ákveða hverjum á að bjóða og hverjum ekki. Fjöldi gesta getur haft mikil áhrif á það hversu kostnaðarsamt brúðkaupið verður og ef til vill þarf að skera niður gestalistann til að fara ekki yfir ákveðna upphæð. Það þarf ekki mikið að gerast til að komi upp ágreiningur hjá parinu eða einhver í fjölskyldunni verði ósáttur.

Hér eru nokkrir punktar til að hafa á bakvið eyrað:

Hef ég hitt þessa manneskju áður?
Kannski er þetta undarleg spurning en ef manneskjan er t.d. maki vinnufélaga hins aðilans getur verið að þið séuð að hittast í fyrsta skipti í brúðkaupinu. Ef það eru einhverjir sem þú ætlar að bjóða en hefur ekki hitt væri kannski upplagt að reyna að hitta eða kynnast þessum aðilum með því að bjóða þeim í matarboð fyrir brúðkaupið eða eitthvað slíkt. Á Íslandi tíðkast það ekki að bjóða fólki að taka (ókunnuga) gesti með í brúðkaup en yfirleitt er mökum boðið með.

Hvenær sá ég þessa manneskju síðast – er hún hluti af daglegu lífi mínu?
Gestir í brúðkaupinu ættu að vera persónur sem eru aðilar í lífi ykkar núna, sem maki þinn hefur hitt og sem þið haldið sambandi við. Í brúðkaupinu ættu að vera einstaklingar sem þið hafið áhuga á því að vera hluti af lífi ykkar í framtíðinni, ekki bjóða þeim bara af því að þeir voru hluti af því í fortíðinni. Ein leið er að hugsa sem svo að ef þið mynduð flytja í burtu, myndu samskiptin halda áfram og t.d. ef þið kæmuð svo í bæinn, mynduð þið þá heimsækja gestina.

Destination-Wedding-party

Fékk ég boð í brúðkaupið þeirra?
Ef þú fórst í brúðkaupið þeirra fyrir mörgum árum en síðan þá hafa samskiptin verið lítil er alls ekki nauðsynlegt að bjóða þeim. Aðeins ef þið viljið kynda undir sambandinu á nýjan leik og þá gæti aftur verið sniðugt að hittast fyrir brúðkaupið og rifja upp gamla tíma.

Hvaða vinnufélögum á að bjóða?
Vinnufélagar eru einn erfiðasti flokkurinn fyrir marga. Oft er ómögulegt að bjóða öllum en á mörgum vinnustöðum eignast menn mjög góða vini enda eyðir fólk miklum tíma saman og stundum við að vinna í teymum við að leysa ýmis vandamál. Þegar kemur að því að velja úr hópi vinnufélaga er gott að hugsa umsambandið við þá núna, eigið þið samskipti fyrir utan vinnuna? Einnig er gott að hugleiða samskiptin til framtíðar, hvernig verður samband okkar eftir fimm ár ef við höldum ekki áfram að vinna saman. Ein hugmynd er líka að fá þinn elskulega maka til að setja saman lista yfir vinnufélaga þína sem hann myndi bjóða. Þá sérðu hverja þú talar um heima og hverja hann hefur hitt.

Bride-Bridesmaids-and-Wedding-Guests-Having-Fun-Together-in-Wedding-PartyÞarf að bjóða öllum í sömu fjölskyldu?
Hvað gerist ef systir mömmu þinnar á fimm dætur en þú heldur bara sambandi við þrjár þeirra? Í svona dæmum verða brúðhjónin að gera upp við sig hvort þau vilji frekar hafa nána einstaklinga í brúðkaupinu eða halda friðinn og bjóða hinum tveimur. Þetta fer svolítið eftir því hversu erfiður niðurskurðurinn er en getur verið mjög flókið hjá stórum fjölskyldum. Þýðir það að bjóða þessum frænkum ef til vill að gamlir vinir fá ekki boðskort?

Líður mér vel í kringum þessa manneskju og hefur hún jákvæð áhrif á mig?
Brúðkaupið þitt er mjög persónuleg upplifun. Þetta er dagur sem þú munt geyma minninguna um alla ævi og því verður upplifunin að vera jákvæð. Ef þér líður ekki vel í návist einhvers á gestalistanum á hann ekki að vera þar. Punktur. Þú átt hvorki að þurfa að kvíða fyrir því að hitta einhvern í brúðkaupinu eða líða illa yfir því að ákveða að bjóða ekki einhverjum.

Á að bjóða börnum?
Þegar kemur að þessari spurningu fer svarið mjög mikið eftir eðli veislunnar. Ef veislan heila kvöldstund og jafnvel langt fram á nótt og ef eru vínveitingar í boði er yfirleitt miðað við 18 ára aldur – þó það sé auðvitað ekki algilt. Dagveislur og veislur sem eru annars eðlis t.d. sveitabrúðkaup, bjóða e.t.v. upp á aðstæður þar sem börn eru velkomin.

123

Eru fleiri gestir mínir á listanum heldur en lista makans míns?
Þetta atriði er kannski ekki það mikilvægasta. Kannski skiptist það bara þannig að þú ert í stórri fjölskyldu en maki þinn ekki og þú átt marga vini og kunningja en maki þinn færri. Þetta er dagurinn ykkar beggja og ef listinn er ójafn er þó ágætt að huga að því hvort hinn aðilinn myndi vilja bjóða fleirum ef þínir gestir tækju ekki upp svona mörg sæti. Ein leið er að skipta jafnt þannig að þú fáir 1/3, makinn 1/3 og sameiginlega fáið þið 1/3.

Á ég að bjóða fyrrverandi maka?
Venjulega tíðkast ekki að bjóða fyrrverandi maka í brúðkaupið, ekki síst þar sem í brúðkaupinu eiga að vera persónur sem eru hluti af framtíð ykkar hjóna en þetta er kannski ekki alltaf alveg svarthvítt. Ef þú átt t.d. börn með fyrrverandi maka þá mun hann verða hluti af lífi þínu um ókomin ár og ef þið eruð í góðu sambandi viltu e.t.v. bjóða honum. Eins ef þið eruð góðir vinir og hafið löngu snúið baki við ykkar ástarsambandi. Þá er þó mikilvægt að brúðhjónin taki þær ákvarðanir saman því eins og áður sagði á ekki að vera neinn gestur í brúðkaupinu sem ykkur líður illa í kringum.

church-wedding-ceremony

Að þessu öllu sögðu er mikilvægast af öllu að þið takið ákvörðunina saman og bjóðið þeim sem þið viljið bjóða. Þið eigið ekki að þurfa að verja það fyrir neinum hverjir eru á gestalistanum því þetta er algjörlega ykkar ákvörðun og tekin út frá því hvað mun gera daginn ykkar fullkominn!