Ljósmyndarar

Tamara B Photography – Viðtal

Af  |  0 Athugasemdir

Að mörgu er að huga við skipulagningu brúðkaups, og er val á ljósmyndara stór þáttur í þeim undirbúningi. Mikilvægt er að vanda valið þar sem ómetanlegt er að eiga fallegar myndir frá þessum einstaka degi. Tamara B er þekkt hérlendis fyrir fallegar barna- og fjölskyldumyndir en hefur að undanförnu einnig fengist við myndatökur í brúðkaupum. Brúðkaupsdagur.is fékk að taka stutt viðtal við þennan flotta ljósmyndara.

Tamara 2

Hvað varð til þess að þú fórst út í ljósmyndun?

„Fjölskylda mín hefur alltaf fiktað með ljósmyndun og það er eitthvað sem hefur verið hluti af lífi mínu síðan ég man eftir mér. Hann afi minn átti alltaf mikinn búnað og var með myrkraherbergi inni í bílskúr. Ég elska það að foreldrar mínir eiga mjög góðar myndir af sér sem börn, en ég á einmitt sjálf fullt af myndum af sjálfri mér og fjölskyldu minni frá uppvaxtarárum mínum. Mér finnst að allir ættu að eiga eins mikið og mögulegt er af myndum af fjölskyldu sinni og góðum stundum.“

Hversu lengi hefur þú verið að taka brúðkaupsmyndir?

„Þetta er annað árið sem ég mynda brúðkaup.“

Tamara Photography prewedding-3

Hvernig myndir þú lýsa stílnum á myndunum þínum?

„Minn stíll er heldur náttúrulegur með smá blæ af rómantík. Ég ræði við mína viðskiptavini og reyni að skilja þeirra smekk og hvað það er sem þeir vilja. Hver viðskiptavinur fær myndir í mínum stíl en kjarninn er alltaf persónuleiki viðfangsefnisins. Ég gef nægar leiðbeiningar svo parinu líði vel fyrir framan myndavélina. Ég tek svo alltaf einhverjar myndir uppstilltar og einhverjar óuppstilltarþannig að þetta er nokkuð blandað hjá mér.“

Tamara Photography samples-19

Hvað finnst þér skemmtilegast við að taka myndir í brúðkaupum?

„Ég komst að því snemma eftir að ég byrjaði að mynda brúðkaup að það veitir mér mikinn innblástur, er mér góð áskorunn og gríðarlega skemmtilegt! Ég tek öllum myndatökum með opnum hug og reyni að kynnast parinu vel enda er ég að fá að taka þátt í fallegasta degi parsins. Kynnin eru gefandi og spila mikilvægt hlutverk í að kalla fram persónulegar og grípandi myndir.“

Tamara Photography samples-15

Áttu eitthvað uppáhalds- eða eftirminnilegt atvik úr myndatöku í brúðkaupi?

„Ég átti að mynda brúðhjón rétt fyrir athöfnina. Við ætluðum að hittast í fallegri fjöru og ná myndum úti. Brúðinni seinkaði í sminki og svo varð síminn hennar batteríislaus. Brúðguminn og faðir brúðarinnar fóru báðir að stressast og náðist ekki í sjálfa brúðina. Það hafði rignt allan daginn og þetta fór allt að líta verr og verr út. Við ákváðum samt að láta á þetta reyna loksins þegar náðist í brúðina. Við mættum öll útí fjöru og viti menn, það stytti upp !  Allir urðu strax rólegri þegar allt var komið á sinn stað, verðandi hjónin hittust loks í sínu fínasta, ástfangin upp fyrir haus og við náðum þessum frábæru myndum. Það kom allt heim og saman á einu augnabliki. Það var fullkomið!“

Tamara Photography samples-10

Hvernig er undirbúningsferlið fyrir brúðkaupsmyndatökur?

„Ég hef það þannig að ég bóka alltaf fund með parinu fyrir stóra daginn til að ræða allt um daginn sjálfan og dagskrá dagsins svo allir séu á sömu blaðsíðu svo ekkert komi á óvart.“

Tamara Photography samples-11

Ertu með einhver ráð fyrir verðandi brúðhjón þegar kemur að brúðkaupsmyndatökum?

„Ég mæli sterklega með því að pör líti vel í kring um sig, skoði vel fjölda ljósmyndara sem eru að mynda brúðkaup og spyrji eins mikið og þau mögulega geta. Ekki vera feimin  og  spyrjið t.d hvort ljósmyndarinn hafi tilskilin réttindi og biðja um að sjá myndir úr heilu brúðkaupi sem ljósmyndarinn hefur myndað í stað þess að skoða valdar myndir. Skoðið hvernig pakkar líta út og kynnið ykkur vel hvað felst í þeim. Kynnið ykkur ljósmyndarann vel áður en þið bókið. Þetta er fjárfesting sem endist ævilangt!“

Tamara Photography boudoir-9

Býður þú upp á annars konar myndatökur tengdar brúðkaupinu?

„Ég hef reynt að koma fyrir hér heima boudoir myndatökum og fyrir-brúðkaupsmyndatökum en beggja vegna þekkist og er nokkuð vinsælt erlendis. Ég ákvað að prófa mig áfram í boudoir en það kemur skemmtilega á óvart, til dæmis sem morgunngjöf. Trúlofunarmyndartökur finnst mér æðislegar. Andrúmsloftið er svo afslappað og gott. Pörin eru alltaf svo skemmtileg og vongóð um framtíðina. Það er alveg einstakt að fá að taka þátt í þessu með þeim.“

Hægt er að skoða fleiri myndir og fá allar nánari upplýsingar á vefsíðunni eða á Facebook

 

Brúðkaupsdagur.is þakkar kærlega fyrir spjallið og óskar Tamöru góðs gengis!