Nýtt

Pinterest – frábært hjálpartæki

Af  |  0 Athugasemdir

Við skipulagningu brúðkaups eru fáar heimasíður hjálplegri en Pinterest. Þar má fá innblástur og finna óteljandi hugmyndir að nánast hverju sem er sem tengist brúðkaupinu. Hægt er að leita á einfaldan hátt eftir hverju sem er, en við hér á brudkaupsdagur.is erum einnig með Pinterest síðu með yfir 3.500 hugmyndum til að hjálpa ykkur við að gera brúðkaupsdaginn sem fullkomnastan!

Þar má meðal annars finna allt sem tengist útliti brúðarinnar; hugmyndir af kjólum, réttu skónum, skartihári og förðun. Einnig má finna fjölmargar fallegar útfærslur af brúðarvöndum. Að sjálfsögðu gleymum við hvorki brúðgumanum né börnunum.

kjoll skor gumi

Fyrir aðdraganda brúðkaupsins höfum við tekið saman um 100 hugmyndir að fallegum b0ðskortum. Við erum einnig með góðar hugmyndir að veitingum og glæsilegum brúðartertum. Hvað varðar veisluna höfum við tekið saman nokkra sali sem henta vel fyrir brúðkaupsveislur, ásamt skreytingahugmyndum, leiðbeiningum um hvernig má föndra skreytingar sjálfur og borðamerkingum.

bodskort skreyting bordamerking

Á Pinterest síðu okkar má einnig finna stórt safn af brúðkaupsmyndum og hugmyndir fyrir boudoir-myndatökur, ásamt tengla á alla helstu íslensku ljósmyndarana.

mynd boudoir mynd2

Skemmtilegt er að hafa einhvers konar þema í veislunni, hvort það sem er litaþema eða annars konar þema. Á Pinterest síðunni má finna hugmyndir fyrir brúðkaup með eftirfarandi litaþema; rautt, fjólblátt, bleikt, blátt, hvítt, mint, gult, blush, grænt, metallic og litríkt. Þar má líka finna skemmtilegar hugmyndir fyrir rustic þema, 20’s/Gatsby, haust, vintage, 50’s/retro, boho og vetrarbrúðkaup.

bleikt rustic vetur

Smelltu hér til að skoða síðuna í heild sinni – gangi ykkur vel og góða skemmtun!