Nýtt

Viðtal – Helga Kristjáns förðunarfræðingur

Af  |  0 Athugasemdir

Helga Kristjáns sér um tísku- og snyrtivöruhluta Vikunnar og farðar og greiðir forsíðufyrirsætum tímaritsins. Hún hefur alltaf ætlað sér stóra hluti innan tískugeirans og í dag er hún ein af okkar fremstu förðunarfræðingum. Við fengum Helgu til þess að svara nokkrum spurningum um förðun fyrir stóra daginn.

IMG_69255775012743Helga sér um ađ farđa og greiđa forsíđufyrirsætum Vikunnar og tekur ađ sér farđanir fyrir sérstök tilefni. Hægt er ađ finna hana á Facebook undir Makeup by Helga.

Hversu lengi hefurðu verið í bransanum – hvernig byrjaði þetta allt?
Ég hef alltaf ætlað mér að vinna í tískubransanum og var ung að árum mjög heilluð af öllu sem snýr að tísku og meiköppi og fallegum ljósmyndum. Draumurinn var ađ ritstýra tískutímariti og ađ vinna viđ förðun. Það má því segja að ég sé að gera það sem mér þykir skemmtilegast í dag og vinn við mín stærstu áhugamál. Ég sé um tísku-og snyrtivöruhluta Vikunnar og farða og greiði konunum sem sitja fyrir á forsíðunni hjá okkur. Ég lærði förðun fyrir rúmlega tíu árum, en hef lært eitthvað nýtt á hverjum degi síðan. Ég ver miklum tíma í að kynna mér nýjungar í snyrtivörubransanum og fylgist með öllum helstu bjútíbloggurum heims dagsdaglega.

Eru einhver snyrtivörumerki í sérstöku uppáhaldi?
Ég vinn mestmegnis međ Lancôme í vinnunni og svo elska ég líka YSL, MAC og Bobbi Brown.

IMG_69229302993991

Brúðkaupsförðun eftir Helgu Kristjáns fyrir brúðkaupsblað Vikunnar, en hún notaði YSL-snyrtivörur viđ förðunina. Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Hvað finnst þér skemmtilegast við að farða brúðir?
Það er æðislega dýrmætt að fá að taka þátt í þeim mikilvægi degi sem brúðkaupsdagurinn er. Mér þykir alltaf gaman að láta konur líta eins vel út og þær mögulega geta, og um það snýst brúðkaupsförðun að sjálfsögðu mest um.

Eru einhver sérstök „trend“ í brúðarförðun fyrir sumarið?
Ég held það sé nú ekkert nýtt í þeim efnum, enda mæli ég alls ekki með því að elta trend á brúðkaupsdaginn. Ljómandi fögur húð, geislandi augnförðun, og fallegur roði í kinnum á alltaf við. 

IMG_69240279492616

Brúðkaupsförðun eftir Helgu Kristjáns fyrir brúðkaupsblað Vikunnar, en hún notaði YSL-snyrtivörur viđ förðunina. Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Hvað þarf að bóka brúðarförðun hjá þér með miklum fyrirvara?
Það má alltaf reyna við mig, ég er reyndar međ einhverjar brúðkaupsbókanir í júní á næsta ári, en svo eru nokkrar helgar sem eru enn auðar hjá mér. Því fyrr, því betra :)

Hvers vegna er mikilvægt að koma í prufuförðun – og hvenær ætti hún að fara fram?
Prufuförðun er alls ekki nauðsynleg, mín vegna. En getur verið ágæt fyrir konur sem eru óvissar varðandi hvað þær vilja, í prufuförðuninni er líka hægt að breyta og bæta við eđa draga úr eftir smekk hvers og eins og því eru allir að tala saman á stóra deginum. Það er engin regla um það hvenær hún ætti ađ fara fram, en kannski mánuði fyrr til dæmis.

IMG_69448875412017

Myndirnar af Helgu og manninum hennar, Magnúsi Þór, tók Bragi Þór Jósefsson en þau giftu sig fyrir tveimur árum. Helga sá sjálf um förðunina.

Býður þú upp á að koma heim og farða brúðina þar?
Já, ég get gert það, en geri það frekar ef það eru nokkrar konur að bóka mig saman. Til dæmis brúðurin, vinkona, móðir, systir osfrv.

Hvað tekur brúðarförðun yfirleitt langan tíma?
Ég myndi alltaf gera ráð fyrir klukkutíma í brúðarförðun

IMG_69285884816122

Förðun og hár eftir Helgu fyrir forsíðu Vikunnar. Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir

IMG_69482058884521

Förðun og hár eftir Helgu fyrir forsíðu Vikunnar. Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Hvernig er best að halda förðuninni fallegri yfir brúðkaupsdaginn?
Með því ađ nota primer (farðagrunn), nota kremaðan augnskugga (eins og Paintpot frá MAC) undir augnskugga, og kremaðan kinnalit og púđurkinnalit yfir og muna ađ púðra létt yfir allt andlitið og spreyja í lokin förðunarspreyi yfir. Svo er gott að hafa međ sér hyljara, púður, kinnalit og varalit í veskinu – allavega varalitinn og púður fyrir þær sem eru međ feita húð og eiga það til að glansa mikið. Svo er líka sniðugt að nota svokallaða blotting klúta, þá er ekki verið að auka á púðrið yfir daginn og fram á kvöld.

Einhver ráð fyrir verðandi brúðir að lokum?
Verið búnar að fara í búðir til að velja ykkur brúðkaupsvaralitinn og takið hann međ ykkur á daginn sjálfan. Farið á Pinterest (mitt má finna undir slóđinni pinterest.com/helgakris) og þar má finna fallegar brúðarfarðanir, hárgreiðslur og aðrar hugmyndir fyrir brúðkaupið. Myndið ykkur skođun á því hvernig förðun ykkur þykir falleg, og látið þá förðunarfræðinginn ykkar skoða þá mynd. Ekki gera neitt á brúðkaupsdaginn varðandi útlitið sem er ólíkt ykkur sjálfum, og góða skemmtun!

 

Við þökkum Helgu kærlega fyrir spjallið, og hægt er að finna hana á Facebook undir „Makeup by Helga“