Umsagnir

Jóna Svandís Þorvaldsdóttir

 „Ég mæli hiklaust með henni Tinnu. Ég er yfirleitt mjög upptekin, í mörgum vinnum og með barn og á auk þess til að vera með frestunaráráttu, sérstaklega ef mér finnst erfitt að taka ákvarðanir en þegar hún tók yfir skipulagninguna á brúðkaupinu byrjuðu hlutirnir að gerast. Tinna hjálpaði mér með stóru skipulagsmálin, bókanir, tímarammann og svo stíliseraði hún salinn algjörlega eftir okkar óskum, niður í minnstu smáatriði. Starfsfólkið í salnum sagði margoft að það hefði aldrei séð salinn svona fallega skreyttan. Ég veit að ég er ekki hlutlaus því við erum bestu vinkonur en ég segi það samt að Tinna er svo sannarlega á réttri hillu þarna og tilvonandi hjón mættu kalla sig heppin að njóta krafta hennar! „

10449958_10202803215336380_3407754538621531079_n

Ína Hrund Ísdal

 „Tinna er vandvirk og vinnur hratt. Hún er fljót að setja sig inn í málin og er mjög útsjónarsöm, hugmyndarík, full af innblæstri og er algjörlega með puttann á púlsinum. Hún veitir mjög góða og persónulega þjónustu sem hentar hverjum sem er.“

10653918_10203471987574946_1313224573_n

Erla Súsanna Þórisdóttir

 „Ég hafði samband við Tinnu þar sem mig vantaði aðstoð við ýmislegt er tengdist brúðkaupinu en aðallega skreytingum. Við giftum okkur með mjög stuttum fyrirvara þannig að það var ekki mikill tími til stefnu og við þurftum að bregðast skjótt við. Tinna var ofboðslega vinaleg frá upphafi og það var eins og við höfðum þekkst í mörg ár. Það skipti mig máli að hafa borðsalinn fallegan og ég var með ákveðnar hugmyndir og satt best að segja eflaust of margar og flóknar hugmyndir en ég er svolítið óákveðin týpa. Tinna hjálpaði mér rosalega mikið að gefa mér skýra sýn á mínar hugmyndir og svona greiða úr hugmyndaflækjunni sem var í kollinum á mér. Hún las mig vel og þrátt fyrir að við höfðum ekki einu sinni hist þá var eins og hún vissi hvað ég var að leita eftir og sýndi mér það myndrænt og gaf mér hugmyndir að framkvæmd hugmyndanna og benti mér á hagstæðar útfærslur og hvar ég gæti nálgast það sem mig vantaði. Það var frábært að fá aðstoð frá Tinnu sem er með góða yfirsýn, frábærar hugmyndir, smekkleg og ekki skemmir fyrir að hún er alveg ofboðslega áhugasöm og vill allt fyrir mann gera.“