Þjónustan

Mikið er lagt upp úr að sérsníða þá þjónustu sem boðið er upp á að ykkar þörfum. Hér að neðan má finna nokkur atriði sem hægt er að fá aðstoð við. Athugið að listinn er alls ekki tæmandi – endilega hafið samband ef þið hafið sérstakar óskir.

Startfundur:

Aðstoð við að koma sér á rétta braut í skipulagningunni. Farið yfir punktana á gátlistanum, í hvaða tímaröð sé best að gera hlutina, aðstoð við útfærslur á þema- eða skreytingarhugmyndum… Sú aðstoð sem þarf til að koma ykkur á rétta sporið í undirbúningnum.

Eftirfylgni:

Hentugt er að bóka tíma í eftirfylgni eftir startfundinn til að halda sér á réttu brautinni, fara yfir hvað er búið og hvað er eftir í undirbúningnum.

Skipulagsgátlisti:

Óskið þið eftir eingöngu að fá sendan óútfylltan gátlista er það hægt gegn vægu gjaldi.

Forgangsröðun:

Ráðleggingar varðandi hvaða hluti sé best að gera hvenær, og/eða ráðleggingar hvernig brúðkaups“budgetinu“ sé best varið.

Sérsniðið hugmyndaborð/myndabanki:

Eftir stutt spjall þar sem farið er yfir helstu lykilorð varðandi brúðkaupið bý ég til sérsniðið hugmyndaborð á Pinterest fyrir brúðkaupið ykkar. Þetta hugmyndaborð getið þið svo haldið áfram að bæta á og vinna með – frábær grunnur til að móta þema og fá innblástur.

Hjálp við val á fagaðilum: 

Ráðleggingar varðandi val á sal, ljósmyndara, blómaskreyti eða hverju sem er – allt út frá ykkar óskum og þörfum.

Aðstoð við netpantanir:

Margir eru óöruggir þegar kemur að því að panta á netinu. Leyfið mér að hjálpa ykkur í gegnum pantanaferlið.

Aðstoð við val og skipulagningu á skreytingum:

Ég get aðstoðað við að finna skreytingar sem falla fullkomlega að ykkar þema og/eða litavali, ásamt því að ráðleggja um uppsetningu á skreytingum, borðbúnaði og öðru sem fegrar veislusalinn, kirkjuna eða athafnarstaðinn.

 Tímaplan fyrir stóra daginn:

Aðstoð við gerð tímalínu svo allt gangi snuðrulaust fyrir sig.

Aðstoð á stóra deginum:

„Verkstjórn“ á brúðkaupsdaginn – svo allir séu á réttum stað á réttum tíma og allt gangi sem best.