Nýtt

Aðstoðarfólk í veislunni

Af  |  0 Athugasemdir

Aðstoðarfólk gegnir afar mikilvægu hlutverki í veislum og eru stór þáttur í því að brúðkaupsveislan gangi vel fyrir sig.

Oft fylgir salarleigunni ákvæði um að starfsmaður á þeirra vegum verði að fylgja með. Það er frábært að hafa einhvern sem þekkir salinn og allar aðstæður. Hins vegar er þörf á því í flestum tilvikum að fá fleiri til að aðstoða, bæði til að spara brúðhjónunum áhyggjur, til að hlutirnir gangi hratt og vel fyrir sig, og til að gefa gestunum ykkar sem besta upplifun.

thjonar2

Gott er að vera búin að fara vel yfir fyrirfram hver sér um hvað, einn starfsmaður gæti t.d. borið ábyrgð á öllum drykkjum og að glös gestanna væru full, aðrir að setja í uppþvottavél, taka af borðum og svo mætti lengi telja.

thjonar1

Eins eru margir sem gleyma að gera ráð fyrir þessum kostnaðarlið þegar útgjöld vegna brúðkaupsins eru tekin saman, og vissulega getur verið kostnaðarsamt að ráða starfsfólk í veisluna. Við mælum þó alls ekki með því að spara þegar kemur að þessum lið – þið eigið ekki að þurfa að hafa að hafa áhyggjur af neinu í veislunni öðru en að skemmta ykkur vel og njóta!